Duplicate Widget
- Save Widget
- Remove Widget
Þegar plönturnar eru komnar í 12cm potta er gott að hafa þær í suðurglugga. Tómatplöntur þurfa mikla sól, mikla vökvun og talsvert mikla næringu. Vökvið á hverjum degi með vatni, en með næringu 1-2 í viku.
Hengiplönturnar geta vaxið mjög hratt. Þær þurfa einhverskonar stuðning og gott er stinga bambusstöng í moldina og binda plöntuna við hana. Þegar plantan hefur náð þeirri hæð sem pláss leyfir er í lagi að klípa vaxtarsprotann af. Þá hættir plantan að eyða orku í vöxtinn og fer að einbeta sér að tómötunum sjálfum. Einnig skal alltaf klippa alla hliðarsprota af plöntunni. Best er að leyfa svo tómötunum að þroskast á greininni þar til þeir eru orðnir eldrauðir og tilbúnir til neyslu, þá eru þeir sætir og góðir.
Tómatplöntur geta verið afar gjöfular og ég mæli með að fólk prufi þær tómattegundir sem til eru eins og t.d. kirsuberjatómata, plómutómata og bufftómata til þess að auka á úrvalið í ræktuninni.
One Comment