Tomahawk – Reverse sear

Þetta er meira svona yfirferð yfir hvernig beita megi svokallaðri “reverse sear” aðferð heldur en beinlínis uppskrift. Reverse sear er afskaplega einföld aðferð til þess að ná virkilegra góðri og jafnri eldun en þetta gengur út á að hita kjötið upp rólega og loka því svo á mjög heitu grilli eða pönnu.

Ég notaðist við Tomahawk steik sem er í raun bara nautakótiletta. Algjörlega stórkostleg steik sem bráðnar í munni.

Steikin var um 1100 grömm og hentar því vel að deila með fleirum. 

Ég bar þunnt lag af olíu utan á steikina og kryddaði svo með uppáhalds nautakryddinu mínu; SPG. SPG er blanda af salti, pipar og hvítlauk í jöfnum hlutföllum.

Því næst er grillið (helst kolagrill með harðviðarkolum) hitað í ca 100-110°C. 

Það er mikilvægt að nota hitamæli því fylgjast verður með hitastiginu á steikinni. Komið hitamælinum fyrir í miðri steik og skellið svo á grillið í óbeinann hita. Látið malla í rólegheitum á grillinu þar til kjarnhiti á steikinni er um 7-8°c lægri en það hitastig sem þið viljið enda með.

Ef planið er að vera með medium-rare steik, sem er ca 55-60°C, þá er steikin hituð þar til nún nær 48-53°C. Þá er hún tekin af grillinu, pakkað inn í viskastykki og látin bíða á meðan grillið er hitað í botn.

Þegar grillið er orðið sjóðandi heitt þá er steikinni skellt á í 1 – 2 mínútur á hvorri hlið til þess að fá stökka og góða húð.

Ég grillaði smá meðlæti með þessu í þetta skiptið. Setti kirsuberjatómata og salvíulauf á tein með olíu og salti. Grillaði á háum hita í 4 mínútur.

tomahawk

Pakkið steikinni nú aftur inn í klút og látið hvíla í 20 mínútur.  Við þetta hækkar kjarnhiti upp í rétt loka-hitastig.

Berið fram með einhverju góðu meðlæti, bökuðum kartöflum eða rótargrænmeti og chimicurri sem smellpassar með þessu.

Chimichurri

Kryddolía frá Argentínu sem passar ákaflega vel með þessu kjötiViltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.