Ok… þetta eru einhver mest flöffí brauð sem ég hef nokkurntíman bakað. Það er alveg svona bakarís bragur yfir þessu. Fáránlega vel heppnuð brauð sem hægt er að nota á ótal annan hátt en sem hvítlauksbrauð.
Ég sé fyrir mér að hægt er að sleppa hvítlauknum og pensla þau t.d. með smjöri og sesamfræjum… þá er maður kominn með fullann bakka af litlum hamborgarabrauðum sem maður getur tekið með sér í bústaðinn eða í útileguna! Önnur hugmynd væri að rífa parmesan eða mozzarella ost yfir, þá er maður kominn með geggjaðar morgunverðarbollur sem hægt er að smyrja með einhverju áleggi. Önnur hugmynd væri að fylla þær með osti, pestói eða einhverju allt öðru. Bara um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða ferðinni!
Það er líka kostur að brauðið sjálft er ekki mjög bragðmikið. Þessvegna fær allt álegg og krydd að njóta sín algjörlega og því er líka mikilvægt í þessari uppskrift að spara alls ekki hvítlaukinn og salta vel yfir með sjávarsalti.
Jæja, sumir vildu kanski vaða beint í smjörgerðina og það er allt í góðu. Það getur þó verið sniðugt að nýta eitthvað af hefunartíma brauðsins í að gera þetta.
En hvað um það.