Tare – Japönsk grillsósa

Tare er japönsk sósa sem er langmest notuð á Yakitori kjúklingaspjót. Þessi sósa er ótrúlega góð, sölt og sæt, og ber mann beinustu leið til japans við fyrsta smakk.

Þessi sósa passar einstaklega vel með grilluðum mat, bæði sem marinering en einnig er gott að pennsla henni á kjötið á meðan það eldast. Þessi sósa er frábær sem ídýfa fyrir austurlenskan mat og hentar vel til að bragðbæta wok- og núðlurétti.

Það sér enginn eftir því að búa þessa sérstöku sósu til og bragðið er eiginlega alveg ótrúlegt.

Hráefni

  • 120ml Soya sósa
  • 120ml Mirin
  • 60ml Sake
  • 60ml Vatn
  • 2tsk Púðursykur
  • Græni hlutinn af 2-3 vorlaukum

Aðferð

Soya sósan. Kaupið soyasósu sem ykkur finnst virkilega góð. Ég mæli með að kíkja í austurlenskar matvörubúðir eins og til tæmis Vietnam Market. Þar er ótrúlegt úrval af austurlensku hráefni sem maður sér ekki í hefðbundnum matvöruverslunum og verðið er líka mjög gott!

Mirin. Nauðsynlegt að eiga í búrskápnum ef ætlunin er að elda austurlenskan mat. Þetta er hrísgrjónavín, svipað og Sake en með mun minni áfengisprósentu og meiri sætu.

Sake. Japanskt hrísgrjónavín. Frábær drykkur einn og sér og mikið notaður í austurlenskri matargerð. Ég nýtti mér pöntunarþjónustu vínbúðarinnar þegar ég keypti mér Sake. Þá pantar maður bara og borgar á vefsíðunni þeirra og svo láta þau mann vita þegar maður má koma og sækja. Auðvelt og þægilegt!

Aðferðin er einföld. Hellið öllu hráefninu í pott og náið upp suðunni. Lækkið þá undir pottinum og leyfið að malla þar til sósan hefur minnkað um ca helmin og er orðin örlítið þykk og glansandi. 

 

og eitt fyrir kokkinn ...Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.