Súrupestó

Nú er akkúrat sá tími þegar gnægð er af túnsúrum og hundasúrum sem upplagt er að nýta í matargerðina. Hér er ég með uppskrift að geggjuðu súrupestói, stútfullu af hvítlauk og valhnetum!  

Hráefni

  • 3 pakkaðir bollar af súrum
  • 2 Kramdir hvítlauksgeirar
  • 1/2 bolli valhnetur
  • 3/4 bolli extra virgin ólífuolía
  • 3/4 bolli Parmesan ostur
  • Börkur af einni sítrónu
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1/2 tsk Sjávarsalt
  • 1/2 tsk nýmalaður svartur pipar

Aðferð

Setjið hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til hann er orðinn að mauki. Bætið þá valhnetum saman við og vinnið örlítið saman.

Bætið súrunum, salti og pipar í matvinnsluvélina. Setjið matvinnsluvélina í gang og hellið olíunni út í í mjórri bunu.

Bætið næst við rifnum parmesan osti, sítrónuberki og sítrónusafa og vinnið saman.

Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

Frábært með brauði eða sem meðlæti með kjöti eða fisk.

Comments are closed.