Er eitthvað betra á heitum sumardegi en ískaldur kokteill? – Nei… svarið er nei.
Hér eru tvær skotheldar hugmyndir af kokteilum til þess að njóta á pallinum í sumar. Bónusstig fyrir þau sem nota heimatilbúið engiferöl!!
Ég notaði gamla kartöflupressu (notað til þess að búa til kartöflumús) til þess að kreista granateplafræin. Ég skar granateplið í tvennt, hélt á einum helming fyrir sig þannig að skurðurinn vísaði inn í höndina. Svo sló ég á granateplið með sleif og við það hrundu fræin úr.
Varðandi greip-ið … það er svo sem ekki nauðsynlegt að grilla það. það bara gefur skemmtilegan lit í kokteilinn og svo vottar fyrir örlítlu “brenndu” bragði í honum. Ég myndi alveg hiklaust grilla það aftur næst þegar ég skelli í þennan kokteil