Pizza sósa

Leggi maður það yfirleitt á sig að útbúa heimatilbúnar pizzur er nauðsynlegt að gera sósuna frá grunni líka. Þessi uppskrift af pizzasósu passar ofboðslega vel með eldbökuðum neopolitan pizzum.

Mikilvægt er að baka eða sjóða ekki pizzasósuna. Sósan mun hitna á pizzunni sjálfri og við viljum ekki elda of mikið þetta bjarta og ferska tómatbragð sem af henni er. Sé ekki hægt að fá eldrauða tómata úr búð er best að nota góða ítalska tómata úr dós. Þeir eru tíndir og niðursoðnir þegar þeir eru vel þroskaðir og bragðmiklir.

Hráefni

  • 2 dósir af ítölskum tómötum
  • Fersk basil
  • Ferskt oreganó
  • 1 msk Rauðvínsedik
  • Salt

Aðferð

  1. Hellið tómötum í skál. Saxið niður litla lúku af basil og oreganó og bætið við ásamt örlitlu af salti. Setjið rauðvínsedik saman við en passið þó að setja alls ekki of mikið, frekar að byrja smátt og bæta í ef þurfa þykir. Edikið lyftir allri sósunni upp og gerir hana bjarta og ferska. Ég hef einnig notað örlítið pizzakrydd út í sósuna en það er óþarfi.

 

 

Comments are closed.