Ostagerð – Mozzarella

Það er auðvelt að búa til afbragðs góðan mozzarella ost í eldhúsinu heima. Mozzarella ostur er ferskostur og er hann bestur um klst eftir að hann hefur verið útbúinn. Hann geymist þó vel í léttsöltu vatni inni í ísskáp í nokkra daga. Mozzarella var í upphafi búinn til úr buffalamjólk en óhætt er að skipta henni út fyrir kúamjólk.

Áhöld

 • Hitamælir
 • Sigti
 • Latex hanskar
 • Skálar
 • Gatasleif
 • Góður þykkbotna pottur

Hráefni

 • 2L Nýmjólk
 • 2 Dropar ostahleypir (e. cheese rennet, fæst í Búrinu)
 • 4 msk Borðedik
 • 120 ml Rjómi
 • 1/2 tsk Salt

Aðferð

Byrjið á því að blanda saman mjólk og rjóma í þykkbotna pott og hitið að 35°C. Passið að hita ekki of mikið svo að mjólkin brenni ekki og að þið yfirskjótið ekki hitastigið.

Blandið ostahleypi og ediki út í mjólkina og hrærið rólega í stutta stund.

Lokiði pottinum og leyfið honum að standa alveg kjurrum í 30-60 mínútur á meðan osturinn hleypur.

Notið gatasleif til þess að veiða ostefnin upp úr mysunni og setjið í sigti sem sett hefur yfir stóra skál og veltið til og frá í sigtinu.

Setjið ostefnin ofan í hitaþolna skál og veltið þeim til og frá með sleif. Hellið mysunni sem skilur sig frá ostefnunum.

Setjið skálina með ostefnunum inn í örbylgju (eða ofan í heitt vatn) í 60sek. Takið ostinn út, mótið kúlu og hnoðið eins og brauðdeig. Gott er að salta ostinn örlítið núna.

Hnoðið ostinn áfram þar til hæfilegri áferð er náð. Það er gott að stinga þessu inn í örbylgjuna annað slagið í um 30sek og halda svo áfram an hnoða og brjóta saman degið líkt og um brauðdeig væri að ræða.

Þegar ykkur finnst osturinn vera tilbúinn (áferð og þéttleiki ykkur að skapi) er ostinum dýft ofan í ískalt vatn helst með ísmolum.

Bestur er osturinn um klukkustundar gamall en hægt er að setja hann í léttsaltað vatn og geyma í ísskáp í u.þ.b 2-3 daga.

Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

2 Comments