Neapolitan pizza deig

Neapolitan pizza er klassísk ítölsk pizza, borin fram með pizzasósu og mozzarellaosti. Ítalir eru afar stoltir af þessari pizzu og fyrir hana gilda strangar reglur, vilji hún bera nafnið Neapolitan. Samkvæmt reglum Associazione Verace Pizza Napoletana (já það er til) skal pizzasósan gerð úr San Marzano tómötum, hafa alvöru vatnabuffalóa mozzarellaost og fara eftir ströngum skilyrðum er varða deig og bakstur.

Það er þó algjör óþarfi í að láta Associazione Verace Pizza Napoletana stöðva sig í að útbúa dýrindis “Neapolitan” pizzur í ofninum heima!

Hráefni

  • 4 bollar sterkt, próteinríkt hveiti. Helst viljum við nota ítalskt tipo 00 en venjulegt brauðhveiti er í lagi. 
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk þurrger
  • 1 1/2 bolli vatn

Aðferð

  1. Blandið öllum þurrefnum saman í hrærivélaskál með hnoðara og blandið saman.
  2. Bætið vatni út í skálina og hnoðið á hægustu stillingu í 10 mínútur. Deigið ætti að verða rétt nógu þurrt svo það festist ekki við skálina. Ef deigið festist við skal bæta við örlitlu hveiti þar til það losnar frá. Passið vel að deigið sé alls ekki of þurrt!
  3. Setjið matarfilmu yfir skálina og látið hefast inn í ísskáp í að minnsta kosti 8 tíma. Best er að leyfa deiginu að hefast í um tvo sólarhringa en óhætt er að geyma það í ísskáp í allt að 72klst.
  4. Þegar komið er að því að baka pizzur er degið tekið út úr ísskápnum og skipt í fjórar kúlur. Hver kúla er látin í hveitistráð box og leyft að hefast við stofuhita í um 2klst. Eftir tvær klukkustundir ætti hver kúla að hafa tvöfaldast.
  5. Skv hefðinni er alveg bannað að nota kökukefli þegar fletja á út kúlurnar. Þær skulu lagðar á hveitistráð borð og svo er teygt úr þeim smátt og smátt. Loks er deiginu lyft upp og þyngdaraflið látið sjá um að teygja á því. Neapolitan pizza má ekki vera meira en 3mm á þykkt. Þessi skilyrði eru raunveruleg en það er enginn að fylgjast með svo notaðu bara kökukefli ef þú villt það!

Lærðu að fletja út deigið

Hér má sjá hvernig alvöru Neapolitan pizzadeig er flatt út í höndunum

Comments are closed.