Það tekur smá tíma að gera þessar bollur en það er svo sannarlega þess virði. Brauðið er bragðmikið og spilar vel með því áleggi sem sett er á bollurnar. Frábært að skera í sundur og nota sem hamborgara- eða samlokubraut eða með ostum og sultu við morgunverðarborðið. Þessar bollur passa líka mjög vel með Egg Benedict!
Það er líka mjög gott að skella þeim í brauðristina t.d. þegar þær eru orðnar um 2-3 daga gamlar og þurfa smá uppliftingu!
Hráefni í 4 bollur
- 160 ml volg mjólk
- 1 tsk þurrger eða 8gr blautger
- 1 msk sykur
- 400gr hveiti
- 1 tsk salt
- 1 stórt egg, léttþeytt
- 3 smk bráðið smjör
- 1 eggjarauða, léttþeytt
- 1 msk vatn
- saltflögur
- 1 msk sesamfræ
Aðferð
Þeytið í stutta stund saman volgri mjólk, sykri og geri og látið standa í ca 10 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða.
Bætið hveiti, salti, eggi og smjöri við gerblönduna og hnoðið í um 5 mínútur. Setjið deigið í skál, breiðið rakt viskastykki yfir og látið hefast í um 2klst.
Hnoðið nú deigið aftur í um 10 mínútur. Skiptið upp í 4 jafn stórar bollur og komið fyrir á bökunarplötu. Sáldrið örlitlu hveiti yfir. Breiðið nú plastfilmu lauslega yfir og látið hefast á hlýjum stað í um 1klst.
Hitið ofninn í 200°C
Ég gerði tvöfalda uppskrift og því eru eru bollurnar 8!

Léttþeytið nú saman eina eggjarauðu og 1 msk af vatni. Notið blönduna til að pensla bollurnar og sáldrið svo sesamfræjum og sjávarsalti yfir.
Ég notaði öskusalt með þurrkuðum chilli.