Setjið 125ml af volgu vatni í skál ásamt geri og 1tsk af sykri. Látið standa í ca 10mínútur þar til froða hefur myndast.
Setjið hveiti, 1tsk sykur, 1/2 tsk salt og 1/2tsk lyftiduft í skál og blandið. Bætið gerblöndu, jógúrti og smjöri út í skálina og blandið saman með sleif. Bætið við vatni eða hveiti eftir því sem við á en deigið ætti að vera nokkuð blautt og þannig að auðvelt er að mynda úr því kúlu.
Hnoðið örlítið í skálinni áður en þið færið yfir á hveitistráða borðplötu þar sem deigið er hnoðað í 10mínútur.