Naan brauð

Þessi brauð eru algjörlega geggjuð. Fljótleg og auðveld. Brauðin eru flött út mjög þunnt, skellt á sjóðheitan pizzastein eða pönnu og svo pennsluð með hvítlaukssmjöri og sjávarsalti.

Brauðin

Hráefni

 • 7gr ger
 • 2tsk sykur
 • 300gr brauðhveiti
 • 1/2tsk lyftiduft
 • 25gr Bráðið Ghee (eða smjör)
 • 150ml jógúr (eða AB mjólk)

Aðferð

Setjið 125ml af volgu vatni í skál ásamt geri og 1tsk af sykri. Látið standa í ca 10mínútur þar til froða hefur myndast.

Setjið hveiti, 1tsk sykur, 1/2 tsk salt og 1/2tsk lyftiduft í skál og blandið. Bætið gerblöndu, jógúrti og smjöri út í skálina og blandið saman með sleif. Bætið við vatni eða hveiti eftir því sem við á en deigið ætti að vera nokkuð blautt og þannig að auðvelt er að mynda úr því kúlu.

Hnoðið örlítið í skálinni áður en þið færið yfir á hveitistráða borðplötu þar sem deigið er hnoðað í 10mínútur. 

Deigið sett í skál, penslað með bráðnuðu smjöri og látið hefast í um klukkustund.

Skiptið deiginu í 6-8 kúlur og fletjið út.

Steikið hvert brauð á sjóðheitum pizzastein eða á pönnu í ca 1-2mín á hvorri hlið (fer eftir hita og þykkt brauðsins).

Þegar brauðið er tekið af hitanum er það penslað strax með hvítlaukssmjöri og loks saltað örlítið með sjávarsalti.

 

Hvítlaukssmjör

Hráefni

 • 4 ferskir hvítlauksgeirar
 • 1 chilli
 • fersk steinselja
 • 100gr smjör
 • 100ml ólífuolía

Aðferð

 1. Bræðið smjör og olíu í potti
 2. Saxið smátt hvítlauk, chilli og steinselju og bætið saman við smjörið.

Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.