Geggjuð marinering sem hentar einstaklega vel fyrir svínakjöt og kjúkling. Það var food truck séníið og meistarakokkurinn Roy Choi sem þróaði þessa marineringu fyrir myndina Chef og er hún sérstaklega útfærð fyrir svínabóg sem nota á sem álegg á kúbverskar samlokur, sem spila stórt hlutverk í myndinni.
Ég mæli með þessari marineringu á grillmatinn í sumar og fyrir þá sem ekki hafa séð myndina Chef þá skuluð þið drífa í því ekki seinna en núna!