Mojo marinering

Geggjuð marinering sem hentar einstaklega vel fyrir svínakjöt og kjúkling. Það var food truck séníið og meistarakokkurinn Roy Choi sem þróaði þessa marineringu fyrir myndina Chef og er hún sérstaklega útfærð fyrir svínabóg sem nota á sem álegg á kúbverskar samlokur, sem spila stórt hlutverk í myndinni.

Ég mæli með þessari marineringu á grillmatinn í sumar og fyrir þá sem ekki hafa séð myndina Chef þá skuluð þið drífa í því ekki seinna en núna!

Hráefni

 • 3/4 bollar ólífuolía
 • 1 bolli ferskt kóríander
 • 1 msk appelsínubörkur
 • 3/4 bolli nýkreistur appelsínusafi
 • 1/2 bolli Lime safi
 • 1/4 bolli fersk myntulauf
 • 8 hvítlauksgeirar
 • 1 msk ferskt oreganu (eða 1/2 msk þurrkað)
 • 2 tsk malað kúmen
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk svartur pipar

Aðferð

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. Marinerið svo kjúkling eða svínakjöt í 2 – 24klst

Ef ætlunin er að útbúa kúbverskar samlokur nægir þessi marinering fyrir 2kg úrbeinaðan svínabóg.

Kúbverskar samlokur

Þessi marinering var sérstaklega þróuð til þess að marinera álegg á kúbverskar samlokur. Er ekki spurning um að henda í nokkrar lokur?

Comments are closed.