Þessi réttur er annar þeirra rétta sem ég sendi inn í hugmyndakeppni Matarauðs
Hugmyndin af þessum rétt var í raun að færa gömlu góðu kjötsúpuna í sparifötin og sjá hvort ekki væri hægt að breyta þessu úr því að vera súpa en halda þó sama bragði.
Hráefni
2 vænir lambaskankar
1 Stór gulrót
1 Bökunarkartafla
1 Gulrófa
Súpujurtir
1/2 Lítri gott lambasoð
Ferskt Timjan
Ólífuolía
Lárviðarlauf
Aðferð
Lambaskankar kryddaðir með svörtum pipar, settir í poka ásamt fersku timjan og ólífuolíu. Eldaðir Sous Vide við 83°C í 8klst
Lambasoð sett í pott ásamt fersku timjan, súpujurtum og lárviðarlaufi. Soðið niður þar til hæfilegri þykkt er náð. Hægt er að þykkja með örlitlu maizena mjöli ef þörf krefur.
Rótargrænmeti skorið í ca 15mm þykkar sneiðar. Sett í poka ásamt ólífuolíu, salti og súpujurtum. Eldað Sous Vide við 83°C í 50mín.
Lambaskankar og rótargrænmeti lokað á funheitu kolagrilli. Raðað á disk og kjötsúpusósunni helt yfir skankann. Skreytt með örlitlu fersku timjan.
Með réttinum drukkum við svo Las Moras Black Label Malbec og get ég mælt heilshugar með því.
Hin uppskriftin
Smelltu hérna til að skoða hina uppskriftina sem ég sendi inn