Kryddblanda sem allir alvöru grillarar verða að eiga í vopnabúrinu. Ekta amerísk grillblanda af sætum púðursykri og reyktri papriku.
Þessi hentar afskaplega vel á kjúkling og svínakjöt. Kryddið kjötið og leyfið kryddinu að liggja á í amk klukkustund áður en þið skellið því á grillið.
Það er talsvert mikill sykur í þessu svo að það er ekki góð hugmynd að hafa grillið mjög heitt. Notið þetta frekar á kjöt sem grilla á með óbeinum hita.