Krækiberjasulta

Upp úr miðju sumri er um að gera að fara að litast um eftir berjum. Kjörið er að drífa alla fjöldskylduna út og tína nokkur fötufylli af berjum sem hægt er að nota langt fram á næsta vor í allskonar krásir. Ein þessara krása er krækiberjasulta!

Hráefni

  • 2kg Krækiber
  • 600gr sykur
  • 1L vatn
  • Sultuhleypir

Það þarf að byrja á því að þvo berin og hreinsa í burtu alla (flesta) aðskotahluti. Góð aðferð við þetta er að standa úti þar sem hreytir svolítið vind og hella berjunum á milli fata úr ca 1 meters hæð (eða bara eins og þið treystið ykkur án þess að berin fari fram hjá fötunni). Við þetta lenda berin í fötunni fyrir neðan en allt annað fýkur út í vindinn!

Skolið því næst berin upp úr vatni og setjið í stórann þykkbotna pott. 

Eins og sést er ég ekki að stressa mig þó það fljóti nokkur bláber eða önnur ber með!

Bæti nú líter af vatni út í pottinn og náið upp suðunni og sjóðið í ca 20 mínútur. Bætið því næst sykrinum út í, hrærið vel saman og sjóðið í um 20 mínútur til vibótar. Gott er að hræra reglulega í pottinum svo sykurinn brenni ekki.

Merjið nú berin vel með kartöflustappara.

Notið nú grisju- eða ostaklút til þess að sigta hratið frá safanum yfir í annan pott. Náið upp suðunni og bætið sultuhleypi út í samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Hellið nú sjóðheitri sultunni á sótthreinsaðar krukkur og lokið strax. Sultan geymist vel og lengi.

Bætið því næst 2-3 lítrum af vatni við hratið og náið upp suðunni. Sjóðið í ca 30 mínútur og sigtið svo í sótthreinsaðar flöskur. Þá er komið þetta fína krækiberjasaft sem hægt er að nota í gosdrykki, kokteila, marineringar og margt fleira!Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.