Sumarleg og öðruvísi. Þessi grjón passa með öllu mögulegu en þó sérstaklega með indverskum og sterkum mat.
Hráefni
- 2 bollar Jasmine hrísgrjón
- 2 bollar vatn
- 1 bolli kókosmjólk
- 1 msk sykur
- 1 tsk salt
- límóna
Aðferð
- Til þess að grjónin verði létt og “flöffí” er nauðsynlegt að skola þau. Setjið grjónin í skál með köldu vatni. Hrærið í grjónunum og “nuddið” aðeins í þeim og hellið svo vatninu frá. Endurtakið þetta þar til vatnið sem rennur af er orðið nokkuð tært.
- Bætið kókosmjólk, vatni, sykri og salti út í grjónin og hitið upp að suðu. Hrærið í og passið að sykurinn brenni ekki við. Setjið lok á pottinn og slökkvið undir hellunni. Látið standa á heitri hellu í um 30 mínútur eða þar til grjónin eru tilbúin. Hrærið í þeim með gaffli til þess að losa í sundur.
