Kaldreyktur Lundi

Þau sem hafa smakkað reyktan lunda eru langflest sammála um að þetta sé veislu matur. Hér er aðferð sem felur í sér að salta og kaldreykja ferskan lunda sem er svo t.d. soðinn og borðaður líkt og um hangikjöt væri að ræða; með kartöflum og uppstúf. Þetta er algjört sælgæti og ég hvet alla til að prófa!

Hráefni

  • Lundi
  • Salt
  • Nítrítsalt
  • Sykur

Verkun

Byrjið á því að skola lundann vel undir köldu vatni og vandlega og losa ykkur við allar tægjur, fiður og önnur óhreinindi.

Þerrið því næst lundann vel og vandlega og setjið til hliðar.

Blandið saman Salti, Nítrítsalti og Sykri í jöfnum hlutföllum. Magnið fer eftir fjölda lunda skipa og þarf að vera nægilegt magn af saltblöndu svo hægt sé að þekja öll skipin með blöndunni

Setjið saltblönduna í stóra skál ásamt lundunum. Veltið þeim vel upp úr saltblöndunni svo hvergi sjáist í auðan blett.

Látið lundann liggja í saltinu í 1.5 – 2 klst. Skolið svo lundann mjög vel með köldu vatni og þerrið.

Raðið lundanum á grindur, setjið í kæli og geymið í sólahring þannig að lofti vel um hann. Við þetta myndast þunn húð utan á hann sem kallast pellicle sem hjálpar reyknum að loða við kjötið.

Reyking

Þá er komið að því að kaldreykja! Best er að annaðhvort Birkireykja eða reykja með Beiki (e. Beach). Passa þarf að hitinn liggi einhversstaðar á bilinu 15° – 20°C og nóg sé að viði svo reykurinn deyi ekki út.

Ég nota svona kaldreykingasnák sem hægt er að kaupa í flestum grillverslunum. 

Kaldreykið lundann í 3-4 klst.  

Nú er ekkert eftir nema að sjóða lundann í 2.5klst og bera fram með sama meðlæti og haft er með hangikjöti. Einnig er hægt að sleppa því að sjóða lundann og skera bringurnar frekar í þunnar sneiðar og nota sem forrét!

Þvílík veizla!

Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.