Jalapeño BBQ sósa

Súrsæt barbikjú sósa með mildu jalapeno bragði. Þetta er ekki þessi hefðbundna bbq sósa sem flestir kannast við heldur er meira tómatbragð af henni og mér finnst hún ekki eins þung og aðrar svipaðar sósur.

Þessi sósa er fullkomin á t.d. reykt svínarif, grillaðan kjúkling eða bara beint á hamborgarann.

Uppskriftin hér að neðan gefur um hálfan lítra af sósu.

Hráefni

 • 120gr smjör
 • 100gr púðursykur
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • Jalapeno (sjá magn í uppskrift)
 • 1msk Worcestershire sósa
 •  110ml Epla cyder edik
 • 1msk Hvítlauksduft
 • 1msk Laukduft
 • 1tsk Broddkúmen
 • 1tsk Sinnepsduft
 • 1tsk Salt
 • 1/2tsk Cayenne pipar

Aðferð

Bræðið smjör í potti. Bætið púðursykri út í, náið upp suðu og sjóðið í um 5 mínútur.

Setjið jalapenó og tómatmauk í matvinnsluvél og vinnið mjög vel saman. Ef nota á ferskann jalapenó er nóg að hafa 1stk. Ég mæli með að rista hann eða grilla til þess að mýkja hann upp en einnig fæst gott bragð af því. Ef nota á jalapenó úr krukku er nóg að byrja á ca 5-6stk og bæta svo við þar til þið eruð sátt við styrkleikann.

Hellið tómatmaukinu ásamt restinni af innihaldsefnunum út í smjör/sykur blönduna, hrærið saman og sjóðið niður í um 30 mínútur eða þar til þið eruð sátt við þykktina.

Ef sósan skilur sig er gott að enda á því að setja hana aftur heita í matvinnsluvélina og vinna vel saman.

Smakkið til með salti, setjið á krukkur og inn í ísskáp.

Berið fram heitt eða kalt með mat. Einnig hægt að nota sem marineringu á kjöt eða grænmeti, eða til þess að pennsla mat á grillinu.


Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.