Indverskt Chicken Masala

Týpískur Indverskur karrí réttur. Í þennan rétt notum við Indverskt kryddmauk sem er afar sérstakt en bragðgott. Bragðmikill réttur sem tilvalið er að bera fram með nýjum naan brauðum.

Indverskt kryddmauk

Til þess að útbúa þennan rétt þarftu fyrst að græja þetta kryddmauk.

Hráefni

  • 3 Hvítlauksgeirar
  • 2 cm Engifer
  •  1/2 msk Kashmiri chilli duft (eða paprika)
  •  Límóna
  •  1/2 tsk Túmerik
  • 1 kg Úrbeinuð kjúklingalæri
  •  1/2 rauðlaukur
  • 1 tsk Garam masala duft
  • Ferskt kóríander

Aðferð

Við byrjum á því að útbúa marineringu fyrir kjúklinginn. Blandið saman engifer-hvítlauks mauki, 1/2msk Kashmiri chilli dufti (eða papriku), 1/2 tsk Túrmerik og safa úr 1/2 límónu. Skerið hvert kjúklingalæri í tvennt og setjið í skál ásamt marineringu og blandið vel saman. Látið marinerast við stofuhita í um 30mínútur.

Hitið stóra þykkbotna pönnu. Færið kjúklinginn á pönnuna, saltið og steikið við miðlungs-háan hita þar til kjúklingurinn hefur brúnast lítillega.

Bætið nú kryddmaukinu og einum bolla af vatni út í pönnuna og blandið öllu vel saman. Setjið lok á pönnuna og leyfið að malla í um 20 mínútur.

Sneiðið laukinn og bætið út á pönnuna ásamt 1tsk Garam masala og slatta af söxuðum kóríander. Látið malla í um 5mínútur í viðbót.

Skreytið með svolitlu af söxuðu kóríander og berið fram.


Með þessum rétti er tilvalið að bera fram nýbökuð naan brauð og kókoshrísgrjón

Geggjuð Indversk Naan brauð

Létt og fersk kókosgrjón

Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.