Við byrjum á því að útbúa marineringu fyrir kjúklinginn. Blandið saman engifer-hvítlauks mauki, 1/2msk Kashmiri chilli dufti (eða papriku), 1/2 tsk Túrmerik og safa úr 1/2 límónu. Skerið hvert kjúklingalæri í tvennt og setjið í skál ásamt marineringu og blandið vel saman. Látið marinerast við stofuhita í um 30mínútur.