Hvítlauksrækjur

Hver elskar ekki rækjur í hvítlauk? Þessi réttur svínvirkar sem gourmet forréttur, smáréttur eða meðlæti með t.d. góðri nautasteik (surf’n’turf style). Hérna blanda ég saman risarækjum og humri en sjávarfangið getur auðvitað verið hvað sem er!

Magnið í þessari uppskrift hentar vel sem forréttur eða meðlæti fyrir 4

Hráefni

  • 10 risarækjur
  • 10 litlir humarhalar
  • 100gr smjör
  • 1 chilli
  • Slatti af ferskri steinselju
  • 1 lime
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 skallotlaukur
  • salt og pipar

Byrjið á því að saxa allt hráefni (nema sjávarfangið!!) smátt niður. Setjið svo alltsaman í góða pönnu og yfir vægum hita og bíðið þar til smjörið hefur bráðnað.

Þegar smjörið hefur bráðnað er öllu hrært vel saman, tekið af hitanum og leyft að kólna alveg niður.

Blandið nú sjávarfanginu við kryddblönduna og setjið í kæli. Gott er að leyfa þessu að liggja í amk eina til tvær klukkustundir. 

Setjið nú pönnuna yfir miðlungs háan hita og steikið í 5-6 mínútur eða þar til sjávarfangið er eldað í gegn.

Berið svo fram með góðu brauði.

hvítlauksrækjurViltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.