Ég kaupi yfirleitt hvítlauk í Frú Laugu. Þar er hægt að fá ítalskan, lífrænt ræktaðan, rauðan hvítlauk sem er algjörlega frábær.
Setjið maukið í krukku. Saxið niður lúku af ferskri steinselju og bætið við ásamt nýmöluðum svörtum pipar. Hellið ólífuolíu saman við og hrærið í (ég nota 50% virgin og 50% extra virgin ólífuolíu). Smakkið til með salti og pipar en athugið þó að olían er best dagin eftir.