Hvít súkkulaðimús með jarðaberjarjóma

Léttur og sumarlegur eftirréttur. Fullkominn eftir grillmatinn eða bara einn og sér!

Mús fyrir fjóra

Hráefni

  • 100gr Hvítt súkkulaði
  • 2 Eggjarauður
  • 250 ml Rjómi
  • Nokkur jarðaber
  • smá vanillusykur

Aðferð

Saxið súkkulaði gróflega og bræðið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum og leyfið að kólna örlítið.

Bætið eggjarauðum út í og blandið vel saman. Ef blandan er of stíf þá er alveg óhætt að setja svolítin rjóma samanvið.

Ekki panikka þó að blandan sé skær gul… hún verður hvít áður en yfir líkur!

Létt þeytið rjóma… og með “létt þeytið” þá meina ég “létt þeytið”, alls ekki þeyta rjómann of mikið. Blandið rjómanum varlega saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum.

Skiptið blöndunni niður í glös og geymið í ísskáp þar til blandan hefur stífnað.

 

Jarðaberjarjómi

Hráefni

  • ca 15 – 20 jarðaber
  • 1/2 lítri Rjómi

Aðferð

Kremjið jarðaber í gegnum sigti. Létt þeytið rjóma og blandið jarðaberjunum samanvið.

Til þess að fá smá “bit” í réttinn skar ég niður appelsínuköku í þunnar sneiðar sem ég átti inni í skáp, raðaði þeim á grind og þurrkaði í ofni með blæstri við 90°C í ca 40mín. Þá höfðu sneiðarnar breyst í kex sem ég muldi niður og blandaði saman við smátt saxað súkkulaði.

Ég setti svo ca eina matskeið af mulningnum ofan í hvert glas og svo jarðaberjarjóman þar ofan á. Að lokum saxaði ég nokkur jarðaber smátt niður og sykraði aðeins með vanillusykri og setti ofan á rjómann.

Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.