Þessi kaka er fullkomin fyrir þá sælkera sem einhverra hluta vegna þurfa að passa eitthvað aðeins upp á línurnar. Stútfull af döðlum, hnetum og súkkulaði!
Hráefni
1 bolli döðlur
1 bolli hnetur (t.d. valhentur og pistasíur)
1 bolli 70% súkkulaði
3 msk fínt spelt hveiti
3 msk vatn
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 salt
Aðferð
Saxið döðlur, hnetur og súkkulaði smátt
Blanið öllu saman í skál og setjið í ca 20cm, vel smurt, hringlaga kökuform
Látið standa við stofuhita í um 15 mínútur
Bakið í ofni við 180°C í 30-40mínútur
Svo bara skella þessu í ofninn!
Berið fram með þeyttum rjóma og mikið af jarðarberjum!