Heimagert epla cider

Það er leikur einn að útbúa náttúrulegt heimagert gos. Það eina sem þarf til er einhverskonar gerstofn og sætur vökvi. Gerið nærist á sykrinum, kolsýrir drykkinn og úr verður gos!

Í þennan gosdrykk notaði ég bara venjulegan eplasafa, örlítinn hrásykur og engifermóðir sem gerstofn. Úr varð eitt besta epla cider sem ég hef smakkað!

Svona gos er líka stútfullt af góðgerlum og því frábært fyrir meltinguna.

Engifermóðir

Viltu læra að gera engifermóður?

Hráefni

Aðferð

Blandið öllu saman í loftþétta krukku og hrærið vel með plastskeið. Látið standa á eldhúsbekk í ca 2 daga eða þar til drykkurinn er orðinn kolsýrður. Sigtið þá vökvann, setjið á flöskur og inn í ísskáp.

Frábært að njóta ískalt, eitt og sér eða í kokteila!Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.