Eldfljót mjúk flatbrauð

Einföld, gerlaus og fljótleg flatbrauð sem gott er að henda í þegar tími er af skornum skammti. Hægt er að grilla eða steikja þau þurr en það er líka mjög gott að steikja þau upp úr olíu (eða t.d. hvítlauksolíu) og þá verða þau enn mýkri. Passið bara að ef þið ætlið að þurrsteikja að steikja þau ekki of lengi, þá verða þau hörð.

Hráefni

  • 300gr hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 50gr smjör
  • 185ml mjólk

Aðferð

  1. Hitið mjólk og smjör saman þar til smjörið hefur bráðnað.
  2. Hellið saman við hveitið og saltið, blandið og hnoðið í 2-3 mínútur
  3. Leifið að standa í skál undir röku viskustykki í 20-30 mínútur
  4. Skiptið upp í litlar kúlur, fletjið út og steikið

Comments are closed.