Einföld, gerlaus og fljótleg flatbrauð sem gott er að henda í þegar tími er af skornum skammti. Hægt er að grilla eða steikja þau þurr en það er líka mjög gott að steikja þau upp úr olíu (eða t.d. hvítlauksolíu) og þá verða þau enn mýkri. Passið bara að ef þið ætlið að þurrsteikja að steikja þau ekki of lengi, þá verða þau hörð.