Chorizo hakk

Chorizo hakk er frábær tilbreyting í taco veisluna. Bragðmikið hakk með reyktum og krydduðum tónum frá chorizo pylsunni.

Hráefni

 • 800gr Nautahakk
 • 1 chorizo pylsa
 • 1 græn paprika
 • 1 dós nýrnabaunir í chilli sósu
 • 1 tsk broddkúmen
 • Fetaostur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 chilli
 • Ferskt kóríander
 • Salt og pipar
 • Lime

Skellið hakkinu á pönnu. Saxið hvítlauk og chilli mjög smátt og bætið út í ásamt broddkúmeni. Mér finnst gott að saxa hvítlaukinn og chilli, blanda því svo saman við smá sjávarsalt og smyrja þessu nokkrum sinnum niður á skurðarbretti þar til það er orðið að mauki.

Ég keypti þessa fínu Chorizo pylsu í Nettó. Þetta er mjög bragðmikil klassísk spænsk pylsa sem gefur hakkinu afar einkennandi bragð. Takið húðina (görnina) utan af pylsunni og saxið eins smátt og þið nennið. Skellið því út á hakkið og steikið í stutta stund eða þar til hakkið er alveg eldað og fitan af pylsunni hefur bráðnað í pönnuna.

Saxið því næst grænu paprikuna niður og setjið út á pönnuna ásamt nýrnabaunum. Hrærið öllu vel saman og steikið aðeins áfram.

Dreifið vel af fersku söxuðu kóríander og fetaost yfir allt saman ásamt kreistu af lime. Ég keypti grískan fetakubb og muldi hann yfir hakkið.

Chorizo hakk

Ég lofa því að þetta slái algjörlega í gegn í næstu tacoveislu!Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.