Skellið hakkinu á pönnu. Saxið hvítlauk og chilli mjög smátt og bætið út í ásamt broddkúmeni. Mér finnst gott að saxa hvítlaukinn og chilli, blanda því svo saman við smá sjávarsalt og smyrja þessu nokkrum sinnum niður á skurðarbretti þar til það er orðið að mauki.