Ég er svo heppinn að vera með garð þar sem ég get ræktað allavega jurtir. Ég sótti mér steinselju, kóríander og óregano ásamt litlum gulum matlauk sem ég notaði í staðin fyrir skallotlaukinn.
Aðferðin við olíuna er svo afskaplega einföld. Saxið allt hráefni eins smátt og þið nennið og blandið svo öllu saman. Einnig er hægt að setja allt nema olíu og edik í matvinnsluvél og púlsa nokkrum sinnum og blanda svo olíu og ediki eftirá.
Best er að láta olíuna standa í amk klukkutíma áður en bera á fram.