Brauðstangir – fylltar með piparosti

Þessar brauðstangir eru alveg fáránlega góðar og gefa veitingahúsabrauðstöngum ekkert eftir! í þetta sinn fyllti ég stangirnar með piparosti en það auðvitað hægt að sleppa því eða fylla þær með einhverju allt öðru! Prufið að fylla með t.d. öðrum ostum, ólívum, beikoni, skinku eða einhverju allt öðru.

Deigið

Í brauðstangirnar nota ég þetta Neapolitan pizzadeig

Kryddið

Hráefni

  • 1 msk paprikukrydd
  • 1 msk laukduft
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk þurrkað basil
  • 1 msk þurrkað oregano
  • 1 tsk salt
  • 4 msk rifin parmesanostur
  • 1 msk sesamfræ (má sleppa)

Blandið öllu saman!

Takið ykkur eina kúlu af Neapolitan pizzadeigi eða einhverju öðru pizzadeigi og fletjið út. Ef fylla á deigið er fyllingin sett á annan helminginn og deigið svo lagt saman. Stundum hef ég lagt það nokkrum sinnum saman og flatt út á milli (svona eins og þegar maður er að búa til smjördeig) og sett fyllingu. 

 

Nú er brauðið klárt að fara á sjóðheitann pizzasteininn eða í ofn á 250°C. Bræði svolítið smjör í potti og penslið brauðið um leið og það kemur af hitanum. Stráið svo vel af kryddblöndunni yfir og skerið í “stangir”. 

Prufið þetta. Þið verðið ekki svikin!

Comments are closed.