Ananassulta

Skemmtilega öðruvísi sulta sem gott er að nota á brauð, með ostum, í marineringar eða til að húða t.d. hamborgarahrygginn!

Hráefni

  • 1 ananas (ca 1kg af kjöti)
  • 300gr sykur
  • 300ml vatn
  • Safi úr einu lime
  • 1 ferskur chili (valkvætt)
  • Sultuhleypir

Byrjið á því að skera toppinn og botninn af ananasnum. Skerið svo börkinn utan af svo þið endið með hreinann ananaskubb.

Rífið niður með rifjárni eða í matvinnsluvél og skellið í pott ásamt vatninu.

Náið upp suðunni og sjóðið í ca 25 mínútur. Passið að sjóða þetta ekki of lengi því þá dökknar liturinn á ávextinum.

Bætið nú lime safa og sykri við og sjóðið í aðrar 25mínútur. Hrærið reglulega í til þess að brenna ekki sykurinn.

Bætið sultuhleypi út í og sjóðið samvkæmt leiðbeiningum á pakka. Skellið svo sjóðheitri sultunni í sótthreinsaðar krukkur og skellið inn í ísskáp!

Ég skildi eftir ca magn í eina krukku í pottinum og bætti hálfum smátt söxuðum rauðum chili samanvið og sauð í 2mínútur. Skellti því svo í sér krukku.

Ananassulta

Þessi sulta er mjög sumarleg og frískandi og tilvalin til þess að nýta ananas sem oft má finna á mjög góðu verði í matvöruverslunum!Viltu meira?

Hér eru fleiri spennandi uppskriftir

Comments are closed.