Um mig

Hafsteinn

Jæja! Það var einungis tímaspursmál í mínum huga hvenær ég myndi setja upp svona vefsíðu. Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á matargerð og öllu sem við kemur uppruna og framleiðslu matvæla og ætla ég að nýta þennan stað til þess að halda utan um þá þekkingu sem ég hef og er stöðugt að afla mér varðandi mat. Markmiðið er að þetta hvetji mig til þess að halda skipulega utan um uppskriftir og leiðbeiningar en einnig að miðla eigin reynslu til annara.

Ég vona innilega að þú, lesandi góður, hafir gaman af þessari síðu. Einnig þætti mér afar vænt um ef þú myndir hafa samband ef ég er að fara með fleipur, þannig getum við lært hvort af öðru!

Bon appetit!